Afar glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með fallegu útsýni við Fífuhjalla í suðurhlíðum Kópavogs hefur verið sett á sölu.
Húsið skiptist í tvær eignir. Aðaleignin er á tveimur hæðum og er alls 201 fm. Þrjú til fjögur svefnherbergi eru í þeirri íbúð og svo eru auðvitað tvö baðherbergi, tvær stofur, eldhús, þvottahús og bílskúr. Íbúðin á neðri hæðinni er 81,2 fm með sérinngangi, einu svefnherbergi, baðherbergi, þvottahúsi, stofu og eldhúsi.
Í dag er lokað á milli þessara tveggja íbúða en unnt væri að opna aftur á milli og nýta allt húsið fyrir eina fjölskyldu.
Arkitekt hússins er Guðfinna Thordarson.
Eigendurnir vilja fá 227.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment