
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur gagnrýnir í færslu á Facebook það sem hann kallar aukna umræðu um „krísu karlmennskunnar“ og „fallandi vígi“ karla. Segir hann umræðuna bæði pínlega og tilgangslausa.
Svavar segir að hann tengi ekki við hugmyndina um að karlmennska sé í einhverjum vanda og hafi aldrei velt eigin karlmennsku fyrir sér. „Er bara gaur og geri það sem mér finnst skemmtilegt að gera. Elska fjölskylduna mína og fólkið mitt og reyni að hugsa vel um þau,“ skrifar hann.
Hann bendir á að hvorki sterkar konur né sterkir karlar hafi nokkurn tímann ógnað honum. Hvaða væl er þetta eiginlega? Af hverju eru menn svona komplexeraðir yfir þessu?“ Að hans mati hafi umræðan verið leyst með tilkomu grýlanna fyrir áratugum síðan.
„Vertu bara til, sem manneskja. Það er ekkert mál,“ segir Svavar að lokum.

Komment