1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

3
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

4
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

5
Heimur

Ísraelar bálreiðir

6
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

7
Menning

GKR sussar á fólk

8
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

9
Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

10
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Björn Leví Gunnarsson

Fyrir nokkrum árum var ég í sundlauginni í Breiðholti. Ég var nýkominn úr sturtu þegar eldri maður nær athygli minni og spyr hvort ég sé ekki
Björn Leví. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg tilbúinn í samtalið við einhvern ókunnugan einungis klæddur í fæðingarfötin og svaraði einfaldlega “ekki núna”. Maðurinn afsakaði sig og sagðist bara vilja þakka mér fyrir vel unnin störf.

Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um það fyrirfram um hvað maðurinn vildi segja við mig. Yfirleitt þegar fólk gefur sig á tal við mig þá er það til þess að tala um einhver mál á þingi, stjórnina eða stjórnarandstöðuna. Ég var ekki alveg tilbúin í svoleiðis spjalla fyrr en ég væri kominn í einhver föt.

Almenningseign

Þingmenn eru ákveðin almenningseign. Takmörkuð auðlind, þar sem einungis 63 þingmenn sitja á þingi í hvert skipti. Nákvæmlega hverjir sitja á þingi skiptir mjög miklu máli upp á hvaða mál fá athygli, þannig að ef einn frambjóðandi kemst ekki á þing - þá hverfur áhuginn á ákveðnu málefni oft.

Ég fékk alls konar ábendingar um alls konar mál. Ég reyndi að sinna þeim flestum eins og ég gat en verð að viðurkenna að ég hafði mismikinn áhuga á mismunandi málum. Auðvitað. Ég reyndi að beina
ábendingum um mál til annarra þingmanna sem ég vissi að hefðu meiri áhuga á viðkomandi máli en ég - og ofan á það bætist við tímaskortur. Það eru bara 24 tímar í sólarhringnum, þannig að tíminn til þess að eltast við einstaka mál er takmarkaður.

Helsta vandamálið sem ég glímdi við var að bíða eftir svörum. Það var flöskuhálsinn. Eins mörg mál og ég tók að mér, kláruðust í raun mjög fá mál af því að þegar það barst loksins svar - þá var það yfirleitt lélegt svar. Í raun útúrsnúningur frá því að þurfa að svara raunverulegu spurningunni. Þá þurfti að spyrja aftur, og aftur til þess að reyna að kreista út svar. En svo kláraðist þingið, og
kjörtímabilið. Og málið féll dautt niður.

Af afspurn

Það þekkja mig margir af afspurn. Ég fæ alls konar pillur um hvað ég sé að hugsa og hvaða skoðanir ég hef. Oft eru þessar pillur tengdar því sem pólitískir andstæðingar segja um mig - eins og þeir
bókstaflega ljúgi ekki upp á mann. Það getur verið erfitt að glíma við það, að rífast við fólk sem telur sig vita betur en ég hver ég er. Persónulega finnst mér það ekki erfitt, mér finnst það yfirleitt bara
frekar fyndið að segja við fólk “af hverju veist þú betur en ég hvað ég er að hugsa?” - flest samtöl verða mjög vandræðaleg í kjölfarið. Það fjarar allavega ansi hratt undan eldmóðinum í gagnrýninni.

Ágætis dæmi um þetta er þegar ég er gagnrýndur fyrir að vita ekki hvað höfuðborgin heitir, af því að ég sendi inn fyrirspurn um það. Ég sendi inn fyrirspurnina af því að mér var bent á það af nýbökuðum föður, að barnið hans var ekki skráð með rétt heiti sveitarfélags. Það var því ekki ég sem vissi ekki nafn sveitarfélagsins, það virtust vera
stjórnvöld. Það kaldhæðnislega við þetta allt var að stjórnvöld vissu alveg rétt nafn sveitarfélaganna, en skráðu þau samt ekki rétt.

Kannski finnst einhverjum þetta vera tilgangslaust smáatriði, en rétt skal vera rétt.

Þingið er persónudrifið

Starf þingsmanns snýst, þegar allt kemur til alls, um að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni. Þingið sinnir vissulega eftirliti gagnvart framkvæmdavaldlinu líka, en þegar allt kemur til alls snýst það líka um að greiða atkvæði. Til dæmis með vantrausti, hvort vísa eigi máli frá eða til landsdóms eða hvað annað. Öll mál enda með
einhvers konar atkvæðagreiðslu. Annað hvort formlegri, þar sem atkvæði eru talin. Eða óformlegri, þar sem meirihlutinn ákveður að málið fái ekki formlega atkvæðagreiðslu (málið deyr í nefnd). Þingmenn ráða því hvaða mál eru tekin fyrir og hvaða mál ekki.

Þess vegna skiptir máli að við þekkjum þingmennina okkar. Eða nánar tiltekið frambjóðendurna sem verða þingmenn. Af því að skoðun þingmanna skiptir máli. Skoðun þingmanna hefur áhrif á það hvaða mál þingið fjallar um. Skoðun þingmanna hefur áhrif á það hvaða mál við getum krafist að þingið afgreiði.

Málið sem týndist

Af öllum þeim málum sem ég tók að mér þá standa tvö upp úr. Fyrst er það akstursgreiðslumálið sem tók mig heilt ár af endurteknum fyrirspurnum að fá svar við. Að lokum gat forseti ekki lengur vikið sér frá því að svara og úr varð vefsíða með yfirliti um laun og
kostnaðargreiðslur þingmanna (https://www.althingi.is/altext/cv/is/laun_og_greidslur). Þar hvarf loksins sá leyndarhjúpur
(https://www.visir.is/g/20181016905d/bjorn-levi-eini-thingmadurinn-sem-hefur-spurt-ut-i-starfskostnad) sem hafði verndað einstaka þingmenn frá ábyrgð á óhóflegum kostnaðargreiðslum vegna aksturs. Ástæðan fyrir því að ég spurði var vegna þess að fjölmiðlar spurðu mig persónulega þar sem ekki var aðgangur að almennum upplýsingum um kostnaðinn. Forseti þingsins svaraði ekki fyrirspurn fjölmiðla um málið. Mér datt því í hug að kanna hvort forsetinn svaraði þingmönnum öðruvísi en fjölmiðlum. Svarið við því var “já”.

Hitt málið sem stendur upp úr er málið sem týndist út af síðustu kosningum. Áhyggjufullur ellilífeyrisþegi hafði samband við mig fyrir
nokkrum árum síðan út af því að hann gat ekki betur séð en að TR væri ekki að fara eftir lögum varðandi útreikning á ellilífeyri. Við nánari athugun var ég sammála því að ekki væri verið að fara eftir lögum. Þrátt fyrir að TR, ráðuneyti, kærunefnd og umboðsmaður Alþingis væru öll búin að segja að framkvæmd væri í samræmi við markmið laga.

Hvernig gat ég, einhver þingmannalúði, komist að annarri niðurstöðu en meira að segja umboðsmaður Alþingis? Jú, umboðsmaður Alþingis hafði ekki rangt fyrir sér. Ekki TR eða ráðuneytið eða kærunefndin heldur. Það var verið að framfylgja markmiði laganna. Vandinn var að
lagatextinn passaði ekki við markmið laganna og þegar kemur að því að fara eftir lögum, þá skiptir lagatextinn öllu máli. Það er ekki hægt að segja “skerða á ellilífeyri vegna atvinnutengdra lífeyrisgreiðslna” í markmiði laganna en sleppa því í lagatextanum sjálfum.

Það tók mig rúmlega heilt kjörtímabil, þar sem ég þurfti að elta málið úr fjárlaganefnd yfir í velferðarnefnd, að fá loksins lögfræðiálit frá
skrifstofu þingsins sem sagði að já, lagatextinn væri óskýr varðandi þetta. Þetta var mál sem ég ætlaði að klára - en það komu kosningar og
málið hvarf. Ég er búinn að senda ábendingu um þetta á ráðherra velferðarmála, velferðarnefnd; á hvern og einn þingmann nefndarinnar og á formann nefndarinnar. Einn þingmaður Samfylkingarinnar svaraði mér. Um mál sem varðar milljarða skekkju í framkvæmd laga á hverju ári. Árangur - villan er enn til staðar.

Þekkir þú þinn þingmann?

Almennt séð er svarið nei. Fólk virðist ekki þekkja þingmennina sína. Hvorki af góðu né slæmu. En fólk treystir (eða vantreystir) þingmönnum. Án þess að þekkja. Við leggjum traust okkar á einstaka
þingmenn, sama hversu vel eða illa þeir fara svo með það traust. Úr því verður Alþingi sem spilar einhvers konar leik í staðinn fyrir að takast málefnalega á við þær áskoranir sem standa frammi fyrir okkur. Nánar tiltekið, þá spila sumir leikinn óheiðarlega - og við vitum ekki hverjir það eru. Það er bókstaflega ómögulegt að sjá það utan frá hver beitir óheiðarlegum aðferðum og hverjir eru í góðri trú. En það eru vísbendingar. Því miður ekki fullkomlega áreiðanlegar vísbendingar. Meira um það í 10. kafla.

Tilgangurinn með þessum pistli er að vekja athygli á því að þú þekkir líklega ekki þingmanninn þinn. Það ætti að hafa alls konar áhrif á það hvernig þú nálgast pólitíkina. Hvernig þú skilur hvað er í gangi í þessu sjónarspili sem lagt er á borð kjósenda bæði í kosningum og milli þeirra.

Er hægt að breyta þessu? Já. Hvernig? Ekki hugmynd. Það eru til margar hugmyndir um hvernig er hægt að stunda lýðræðisleg vinnubrögð betur en hugmynd er eitt og framkvæmd er annað. Við mannfólkið förum ekkert endilega eftir reglunum eins og flestir skilja þær. Það eru alltaf
einhverjir sem geta ekki sigrað með því að spila eftir sömu reglum og allir aðrir og reyna því að finna leiðir til þess að snúa út úr. Frekar en að breyta reglunum, þá þurfum við einfaldlega að læra að koma á auga á svoleiðis hegðun - og það er eilífðarverkefni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Fluttur á sjúkrahús en líðan hans er stöðug
Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Hvíta húsið ræðst á South Park
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Glimmerjátningar
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Loka auglýsingu