1
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

2
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

3
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

4
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

5
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

6
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

7
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

8
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

9
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

10
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Til baka

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

„Orðin, aldrei aftur, á greinilega ekki við um alla!“

Þorgerður Katrín
Þorgerður Katrín GunnarsdóttirUtanríkisráðherra við minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í Berlín
Mynd: Facebook

Facebook-færsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, þar sem hún minntist fórnarlamba helfararinnar, vakti hörð og tilfinningaþrungin viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fjöldi notenda sakaði ráðherrann um tvískinnung og benti á að orð hennar um „aldrei aftur“ stangist á við afstöðu íslenskra stjórnvalda gagnvart stríðinu á Gaza.

Í færslu sinni skrifaði Þorgerður Katrín meðal annars að Helförin væri áminning um að „orð skipta máli“, að fordómar og sundrung vaxi þegar ótti og afskiptaleysi fái rými, og að „sagan megi aldrei endurtaka sig“. Hún hvatti jafnframt til samstöðu gegn hatri „í dag og alla daga“.

Hér er færsla Þorgerðar Katrínar í heild sinni:

„Í dag minnumst við þeirra sex milljóna gyðinga sem voru myrtir vegna haturs og ofstækis í helförinni.

Þetta er dagur til að staldra við og minna okkur á að orð skipta máli. Að fordómar og sundrung spretta ekki upp úr engu, heldur vaxa þegar ótti og afskiptaleysi fá rými.

Frelsi og lýðræði krefjast ábyrgðar. Og byggjast á samstöðu, virðingu og því að við stöndum saman gegn hatri. Í dag og alla daga.“

Sagan má aldrei endurtaka sig. Og það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að svo verði ekki.

Margir sem brugðust við töldu hins vegar að þessi orð hljómuðu hol þegar þau væru sett í samhengi við stöðu Palestínumanna. Rebekka Hrafntinna skrifaði:

„Svo mikill tvískinnungur í gangi! Eftir 80 ár verður nákvæmlega svona minningarathöfn fyrir palestínumenn og hryllinginn á Gaza þar sem ALLT er/var lagt í rúst! WWII var ekki í beinni útsendingu fyrir allra augum en Þjóðarmorðið á Gaza og gjöreyðingin, þjóðernishreinsun og landrán í Palestínu er það! Helförin var hryllingur, ekki misskilja. Orðin, aldrei aftur, á greinilega ekki við um alla! Alveg eins og öll lög sem til eru.“

Pétur Eggerz var einnig harðorður og sagði athugasemdakerfið sýna að „allir sjái í gegnum þennan hvítþvott“. Hann vísaði til tengsla íslenskra stjórnvalda við ísraelsk fyrirtæki og kallaði Þorgerði Katrínu „nöðru“.

„Jahá… Eins og þetta kommentakerfi sýnir greinilega þá sjá allir í gegnum þennan hvítþvott. Hvað eru Rapyd - Ísraelskir þáttakendur í yfirstandandi þjóðarmorði búnir að þéna marga milljarða á ríkissamningum sem þinn flokkur skrifaði undir? Aumkunarverð auðstéttar naðra.“

Guddi Magg segir það „ótrúlegt“ að lesa orð ráðherrans „í miðju þjóðarmorði sem hefur verið að eiga sér stað síðustu áratugi“ og sakaði stjórnvöld um að hafa fordæmt en ekki gripið til raunverulegra aðgerða. Hann hélt því einnig fram að stjórnmálaflokkar hefðu notað málefnið í kosningabaráttu.

„Það er ótrulegt að geta sagt þessi orð í miðju þjóðarmorði sem hefur verið að eiga sér stað siðustu áratugi en síðasti naglinn á kistuna núna síðustu 2.5 ár, og heldur enn áfram fyrir framan nefið á okkur öllum. Þú játaðir því fyrir kostningar Þorgerður að það væri verið að fremja þjóðarmorð, þið ætluðuð í aðgerðir eins og að styðja við kæru suður afriku. ENGAR aðgerðir voru gerðar, einungis fordæmingar til að reyna hvítþvo ísland af aðgerðarleysi sem gerir okkur meðsek. Það að Viðreisn og Samfylkingin hafi notað þjóðarmorð til atkvæðaveiða er eitthvað annað stig af siðleysi. Megi æðri mættir fyrirgefa Íslensku þjóðinni bæði vegna Palestínu og að á sínum tíma fyrir að hafa neitað þeim Gyðingum sem hingað reyndu að koma sem flóttamenn í seinni heimstyrjöld en fengu ekki.“

Haraldur nokkur gekk enn lengra og spurði hvort Þorgerður Katrín hefði „fengið borgað fyrir þessa slepju hjá zíónista-lobbýinu“, og sagði hana taka þátt í að „normalísera“ það að sagan sé að endurtaka sig aftur.

„Fékkstu borgað fyrir þessa slepju hjá zíónasista-lobbýinu Þorgerður? Það er ekkert vandamál hér varðandi gyðingahatur eða Helfarar-afneitun, hinsvegar sér allt hugsandi fólk að sagan ER að endurtaka sig, og þú KÝST að taka þátt í að normalisera það með möntrum upp úr handritum zionasista áróðursmaskínunnar...það er skömm að þér.“

Oddný Björg skrifaði að henni „fallist hendur“ við að lesa færsluna og sagði við ráðherrann: „Þín verður minnst sem einum af leiðtogum heimsins sem stóð hjá… og í mínum augum tók þátt í þjóðarmorði.“ Hún lagði þó áherslu á að senda gyðingum hlýju á minningardeginum.

„Úff, lestu það sem þú skrifaðir!!! Mér fallast bara hendur. Algjörlega galið að lesa þessi orð frá þér þegar ég sit með þolendum þjóðarmorðs alla daga og hef gert í tvö ár. Þín verður minnst sem einum af leiðtogum heimsins sem stóð hjá, hundsaði, gerðir lítið úr og í mínum augum tókst þátt í þjóðarmorði. Til allra gyðinga sendi hlýju, á þessum deginum sem öðrum. Til síonista sendi ég minna en ekkert!!!“

Hanna tók í sama streng og spurði hvort ráðherrann hefði „steingleymt þjóðarmorðinu sem verið er að fremja í Palestínu í dag og síðustu rúmlega 800 daga“, og sagði að Ísland hefði ekki sýnt þá ábyrgð sem þyrfti, til dæmis með því að styðja mál Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum.

„Getur verið að þú hafir steingleymt þjóðarmorðinu sem verið er að fremja í Palestínu í dag og síðustu rúmlega 800 daga? Allt sem þú skrifar á við þar: drepið af ofstæki, fordómar og sundrung hafa vaxið, afskiptaleysi hefur fengið rými og svo framvegis. Sagan er að endurtaka sig og Ísland hefur alls ekki sýnt þá ábyrgð sem skiptir máli, t.d. að styðja kæru suður afríku fyrir alþjóða dómstólnum. Það eru svo margir sem gætu gert miklu betur til að stöðva þjóðarmorð, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Sagan mun ekki eldast vel með okkur því miður.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki
Innlent

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki

Líkamsárásin átti sér stað um áramót
Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon
Innlent

Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas
Myndband
Heimur

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote
Heimur

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

„Rosalega er þetta slappt“
Pólitík

„Rosalega er þetta slappt“

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum
Heimur

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent
Myndir
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

Innlent

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki
Innlent

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki

Líkamsárásin átti sér stað um áramót
Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon
Innlent

Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Loka auglýsingu