Hið sögufræga Þórsmerkurhús í Hafnarfirði er komið á sölulista en um sannkallaða perlu í Hafnarfirði er um að ræða.
Húsið var byggt árið 1927 og 258.9m² á stærð. Í því eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi. Það er steinsteypt á þremur hæðum ásamt kjallara. Steypt girðing er umhverfis garð sem er með fallegum grjóthleðslum og trjágróðri og eru tvö bílastæði sem fylgja með.
Þetta er einstaklega sjarmerandi einbýli með fallegu útsýni yfir lækinn.
Eigendur þess vilja 199.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment