1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

6
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

7
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

8
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

9
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

10
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Til baka

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

„Að flokkar sem kenni sig við mannréttindi telji þetta ásættanlegt er einhver brenglaður brandari“

Ugla Stefanía Jónsdóttir
Ugla StefaníaUgla varar við þróuninni
Mynd: Móa Hjartardóttir

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, baráttukona og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir harðlega áform stjórnvalda um að setja á fót svokallaða „brottfararstöð“ fyrir hælisleitendur og fólk á flótta. Í Facebook-færslu sinni segir hún hugmyndina í reynd jafngilda frelsissviptingu fólks sem hafi ekki framið neinn glæp.

„Það er ekki glæpur að koma hingað í leit að betra lífi, eða til að flýja stríð eða ofsóknir. Samt sem áður er svokölluð „brottfararstöð“ sem stjórnvöld hyggjast setja á fót lítið annað en fangelsi. Fangelsi þar sem fullorðnir og börn eru svipt frelsi sínu fyrir þar eitt að vera á flótta eð sækja hér um hæli,“ skrifar Ugla.

Hún segir að mannréttindasjónarmið liggi skýr fyrir þegar frumvarpið sé skoðað og bendir á að faglegar umsagnir styðji þá niðurstöðu. „Það er öllum augljóst sem lesa frumvarpið út frá mannréttindasjónarmiði, og eru umsagnir frá sérfræðingum og góðgerðarsamtökum sem vinna í þessum málaflokki afgerandi,“ segir hún.

Ugla hafnar alfarið þeirri hugmynd að um mannúðaraðgerð sé að ræða og segir orðræðuna afmennskandi. „Hér er ekki að ræða um neina mannúð, bara meiri hörku, andúð og mismunun í nafni „tiltektar“ – eins og fólk séu bara einhverjir hlutir og drasl sem við getum troðið ofan í skúffu eða hent í ruslið,“ skrifar hún.

Sérstaklega gagnrýnir hún stjórnmálaflokka sem skilgreina sig sem mannréttindasinnaða fyrir að styðja slíkar aðgerðir. „Að flokkar sem kenni sig við mannréttindi telji þetta ásættanlegt er einhver brenglaður brandari,“ segir Ugla.

Að lokum varar hún við afleiðingunum fyrir samfélagið í heild ef samþykkt verði að skerða réttindi eins hóps. „Um leið og við samþykkjum að brotið sé á réttindum eins hóps eða þrengt að þeim, þá samþykkjum við að mannréttindi séu umsemjanleg, frávíkjanleg og háð geðþótta stjórnvalda. Þá fyrst er voðin vís í lýðræðislegu samfélagi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði
Myndband
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

„Eruð þið 5 ára?“
Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

„Að flokkar sem kenni sig við mannréttindi telji þetta ásættanlegt er einhver brenglaður brandari“
35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Loka auglýsingu