
Valdimar Örn Flygenring, leikari og tónlistarmaður er afar ósáttur við utanvegakstur á syðra Fjallabaki. Segist hann vera farinn að íhuga alvarlega að krefjast banns á umferð um svæðið.
Leikarinn góðkunni, Valdimar Örn Flygenring birti myndskeið á Facebook, sem hann tók á syðra Fjallabaki en þar sjást ljót hjólför í jarðveginum. „Hér hefur einhver snillingurinn bara ekið svona eins og leið liggur og bara hér áfram, aðeins verið að leika sér,” segir Valdimar og bætir við: „Og ég hugsa bara, er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhverskonar réttindi og ábyrgð? Ég er því miður alvarlega farinn að hugsa það.”
Komment