
Flying Tiger í Smáralind
Mynd: Smáralind
Matvælastofnun varar við notkun á Singles flowers mixed colors glösum sem seld eru í Flying Tiger verslunu vegna flæði blýs og kadmíum sem mældust yfir leyfileg mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Tilkynning barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu.
Innköllunin gildir fyrir allar framleiðslulotur af vörunni sem hafa verið í sölu frá janúar 2025.
Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að hætta notkun hennar strax, farga eða skila aftur til Flying Tiger á Íslandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
- Vörumerki: Flying Tiger Chopenhagen
- Vöruheiti: Single flowers mixed colours
- Vörunúmer: 3060031
- Innflytjandi: Flying Tiger á Íslandi
- Lotunúmer: Allar lotur
- Dreifing: Flying Tiger verslanir á Íslandi
Mynd: MAST
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment