Nú er hægt að kaupa glæsilegt raðhús í Kópavogi en það verður að segjast að það er nokkuð huggulegt þrátt fyrir að vera gífurlega stórt.
Húsið er 263.9m² á stærð á besta stað í Kópavogi og eru fjögur svefnherbergi í húsinu og þrjú baðherbergi. Húsið var byggt árið 2007 og er stofan flísalögð með fallegum arni. Svo má auðvitað ekki gleyma heita pottinum úti í stóra garðinum en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hannaði garðinn. Ekki heldur má gleyma bílskúrnum sem er heldur betur rúmgóður.
Eigendurnir vilja fá 225.000.000 króna fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment