Fimmtudagur 27. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Latínudeildin með glænýtt lag – Stefna á breiðskífu á næstunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Út er komið lagið Svo til með Latínudeildinni (Latin Faculty) og Rebekku Blöndal. Lagið er fyrsti smáskífan af væntanlegri breiðskífu Latínudeildarinnar.

Breiðskífan mun bera heitið Í hangsinu og mun innihalda djass (handa þeim sem alla jafna hlusta ekki á djass), blús, bossnóva og fönk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Útgáfa verður að líkindum síðar á árinu eða snemma 2026.

Lagið er í þremur útfærslum á þessari nýju plötu, á íslensku, með enskum texta (So Nice) og eingöngu leikið (instrúmental). Ingvi Þór Kormáksson samdi lagið og enska textann en íslenski textinn er eftir Rebekku.

So Nice sem mun koma út á safnplötu frá W.O.A. Entertainment í mars er þegar víða í spilun á erlendum útvarpsstöðvum og á mörgum spilunarlistum á tónlistarveitum.

Eftir Ingva Þór liggja yfir tvö hundruð útgefin lög á ýmsum plötum; með Latínudeildinni, sem kallast Latin Faculty á ensku þegar um er að ræða leiknar útgáfur og enska texta, með JJ Soul Band, Ljóðabroti, Veitunni og fleiri.

Ingvi hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar erlendis fyrir lagasmíðar. Rebekka Blöndal er djasssöngkona og söngkennari, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár eins og oft áður.

- Auglýsing -

Hægt er að hlusta á nýja lagið hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -