Fimmtudagur 27. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

SúEllen fær óvæntan liðstyrk – Stefna á útgáfu nýrra laga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðfirska hljómsveitin SúEllen hefur borist óvæntur liðsstyrkur en sveitin hyggur á endurkomu.

Austurfrétt segir frá því að Jóhann Ingvason, hljómborðsleikari Skriðjöklanna, hafi nú gengið til liðs við norðfirsku hljómsveitina SúEllen en hljómsveitin verður með tvenna tónleika í næsta mánuði. Er því hljómsveitin, sem tryllti ungmenni hvað mest á seinni hluta níunda áratugi síðustu aldar, fullmönnuð í fyrsta skipti í langan tíma.

Þannig tekur Jóhann stöðu Ingvars Lundberg, sem árið 2022 eftir erfið veikindi. Ingvar tók það loforð af félögum sínum, fyrir andlátið, að þeir myndu halda áfram og hafa gaman.

Þekktastur er Jóhann sem hljómborðsleikari Skriðjökla en SúEllen og Skriðjöklar öttu kappi í hljómsveitarkeppnum Atlavíkurhátíðanna á níunda áratugnum. Þá hefur Jóhann einnig leikið með fleiri böndum eins og til dæmis Sixties, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og CCR bandinu. Aukreitis er hann meðlimur í karlakórnum Fóstbræður.

SúEllen, með Jóhanni innanborðs mun spila á tvennum tónleikum í mars en þann 14. mars er bandið með tónleika á Græna hattinum á Akureyri og þann 22. mars eru tónleikar með bandinu í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að þetta séu fyrstu heilu tónleikar bandsins í sex ár. Bassaleikarinn Steinar Gunnarsson, verður með á hans fyrstu tónleikum í tvö ár en hann hefur verið að glíma við veikindi.

Á tónleikunum sem framundan eru verður nýtt efni frumflutt á tónleikunum en í vor hyggst hljómsveitin gefa út nýtt efni.

- Auglýsing -

Hér má sjá eitt allra frægasta lag SúEllenar:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -