Dagbók lögreglu var áhugaverð í nótt að venju.
Ökumaður var stöðvaður í Laugardalnum grunaður um ölvunarakstur en hann var látinn laus eftir að hann gaf blóðsýni.
Dyrasími og rúður brotnar í Hlíðahverfi og var einn maður handtekinn vegna þess. Þá var einn handtekinn eftir líkamsárás í miðbænum. Árásarmaðurinn var handtekinn og gisti fangageymslu.
Þjófur fór inn í búningsklefa og stal öllu steini léttara í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hver var að verki þar.
Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Kópavogi og var viðkomandi handtekinn af lögreglu.
Tilkynnt var um slys í Árbænum. Þar hafði karlmaður verið að klifra niður kaðal af svölum hússins og er hann átti eftir um 5 metra niður á jörðina missti hann takið og féll til jarðar og var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.