Tyrkneskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir skjalafals og brot á lögum um útlendinga.
Samkvæmt ákærunni á hann að hafa gert það með því að hafa mánudaginn 15. september 2025, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, framvísað í blekkingarskyni, sem sínu eigin nafnskírteini, við tollgæslu grunnfölsuðu nafnskírteini frá Frakklandi nr. Z3K8P0T5R á nafni Eathan Roben, fd. 02.05.2000, með gildistíma frá 27.02.2023 til 26.02.2033 auk þess að hafa haft í vörslum sínum grunnfalsað vegabréf frá Kanada nr. P627761FS á nafni Eathan Roben, fd. 02.05.2000, með gildistíma frá 02.05.2024 til 02.05.2034, sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða.
Maðurinn verður 22 ára í desember á þessu ári.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 2. mars næstkomandi.
Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem er ákærandi í málinu.

Komment