
Yael Levontin, Kynningar- og samskiptastjóri síonistasamtakanna The Jewish National Fund (JNF), biðlar til stuðningsmanna Ísraels um heim allan að tryggja að Ísrael komist áfram úr undanúrslitum Eurvision í kvöld.
JNF var stofnað árið 1901 af World Zionist Organization, með það að markmiði að safna fé til að kaupa land í Palestínu fyrir gyðinga og byggja þar upp samfélag. Síðan þá hafa samtökin stuðlað að og viðhaldið ólöglegum landnemabyggðum í landi Palestínumanna og þannig viðhaldið deilum á milli ríkjanna. JNF er með útibú víðsvegar um heiminn, þar á meðal í Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum.
Kynningar- og samskiptastjóri samtakanna, Yael Levontin sendi frá sér Facebook-færslu í gær þar sem hún biðlar til stuðningsmanna Ísraels í heiminum um að tryggja Yuval Raphael, sem syngur fyrir hönd Ísrael í undankeppni Eurovision í kvöld, komist áfram á úrslitakvöldið. Fullyrði hún að ekki sé um að ræða venjulega söngvakeppni, heldur sé þetta okkar barátta, þrátt fyrir að yfirlýst stefna Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sé sú að blanda ekki pólitík í keppnina.
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Þetta er EKKI bara söngvakeppni – þetta er OKKAR barátta. Og við þurfum á þér að halda.
Á morgun, 15. maí kl. 21:00 (miðevrópskum tíma), mun Yuval Raphael stíga á svið í undankeppni 2 í Eurovision – og hún syngur ekki bara fyrir sjálfa sig. Hún syngur fyrir okkur öll.
Þú getur kosið hvaðan sem er í heiminum – jafnvel þó þú búir ekki í Evrópu!
Svona kýst þú:
- Farðu á opinberu kosningasíðuna: www.esc.vote
- Veldu: „Israel – New Day Will Rise“
- Þú mátt kjósa allt að 20 sinnum á hverja tæki! Já, tuttugu sinnum!
Það er allt og sumt.
Engin app.
Engin SMS.
Bara nokkrir smellir.
Ísrael þarf hvert einasta atkvæði.
Ekki láta hatarana vinna.
Stöndum saman, með stolti – og sigrum þetta saman.“
Komment