
Á Al-Aqsa sjúkrahúsinu á Gaza eru bráðadeildir troðfullar af börnum og sjúklingum sem sýna alvarleg einkenni vannæringar: sokkin augu, horaðar líkamar og mikil þreyta.
Læknateymið vinnur við afar takmarkaðar aðstæður og segir ástandið ekki einungis vera hungursneyð heldur algjört hrun mannslíkamans undir umsátursástandi.
Þau vara við því að ef matvæli berast ekki fljótlega muni ástandið valda fjöldadauða vegna hungursneyðar.
Fólk segist ekki hafa borðað í marga daga. Matvæli eru að klárast úr verslunum og eina hjálpin sem berst kemur frá alræmdu Gaza Humanitarian Foundation.
Börn gráta stöðugt og kalla á mat, brauð og hveiti, vörur sem nú eru ekki lengur fáanlegar á mörkuðum í Gaza, samkvæmt Al Jazeera.
Þess má geta að Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins er í kurteisisheimsókn í boði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, en Ursula er yfirlýst stuðningskona Ísraels.
Komment