1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

3
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

4
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

5
Innlent

Engin svör berast frá utanríkisráðherra

6
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

7
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

8
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

9
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

10
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Til baka

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers.

Amir2
AmirAmir var myrtur rétt eftir að hafa fengið afganga frá GHF
Mynd: Samsett

Hann hafði gengið 12 kílómetra til að ná í mat. Og rétt eftir að veikburða drengurinn fékk litla matarpakka, hóf ísraelski herinn skothríð.

Þetta er frásögn Anthony Aguilar, bandarísks fyrrverandi hermanns, sem sagði frá reynslu sinni í nýlegu viðtali. Aguilar, sem áður starfaði fyrir svokölluð Mannúðarsamtök Gasa, GHF, hefur varað heiminn við þeirri matarúthlutun sem Bandaríkin og Ísrael styðja.

Reiði hefur blossað upp vegna GHF og frásagna Aguilar, sem hann hefur deilt með bandarískum þingmönnum og blaðamönnum.

Í viðtali við ísraelska aðgerðasinnann Offir Gutelzon og blaðakonuna Noga Tarnopolsky í hlaðvarpi UnXeptable í vikunni rifjaði Aguilar upp að hinn ungi Amir hefði komið til hans þegar mannfjöldinn var farinn að yfirgefa úthlutunarstöðina.

Aguilar sýndi ljósmyndir af drengnum sem hann kallar Amir, litlu barni sem virtist ekki eldra en 10 til 12 ára.

„Hann réttir fram höndina, og ég kalla á hann: „Komdu hingað.“ Hann kemur, tekur í höndina á mér, kyssir hana og segir „takk“, á ensku“ rifjaði Aguilar upp.

En fundi þeirra lauk skyndilega þegar „piparúða, táragasi, sprengjum og byssukúlum“ var skotið niður við fætur Amirs og hópsins sem enn beið eftir aðstoð, samkvæmt lýsingum Aguilars.

Þegar „síðasti hópurinn, konur og börn og ungabörn,“ yfirgaf svæðið, sagðist Aguilar hafa heyrt vélbyssuskothríð frá ísraelska hernum.

„Þeir eru að skjóta til að stjórna íbúunum meðfram Morag-leiðinni [milli Khan Yunis og Rafah]. Og á meðan þeir gera það, skjóta þeir inn í þennan mannfjölda … og Palestínumenn, óbreyttir borgarar, mannverur, falla til jarðar, skotnir,“ sagði hann.

„Og Amir var einn af þeim. Amir gekk 12 kílómetra til að fá mat, fékk aðeins afganga, þakkaði okkur fyrir það, og dó,“ sagði hann.

Heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá því að yfir 1.000 Palestínumenn hafi verið drepnir við að leita eftir hjálp síðan GHF hóf starfsemi sína í lok maí, en það kerfi tók við af aðstoðarkerfi Sameinuðu þjóðanna sem áður sá um matvæladreifingu á svæðinu.

Alls hafa að minnsta kosti 60.249 Palestínumenn verið drepnir á Gasaströndinni frá því stríðið hófst 7. október 2023, þó talan sé af mörgum talin miklu hærri.

Endurhlaðið síðuna til að sjá myndbandið af frásögn hjálparstarfsmannsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ
Mannlífið

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ

Gestum boðið upp á glæsilega afmælistertu
Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið
Myndir
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Engin svör berast frá utanríkisráðherra
Innlent

Engin svör berast frá utanríkisráðherra

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

„Ég er fullviss um að forseti Bandaríkjanna sé í góðu formi, muni ljúka kjörtímabilinu og gera frábæra hluti fyrir bandarísku þjóðina.“
Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Loka auglýsingu