
Anna Kristjánsdóttir er ánægð með kuldatal Sigvalda Kaldalóns eða Svala eins og hann er kallaður en þau búa bæði á Tenerife.
Vélstjórinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir talar meðal annars um verðið, líkt og oft áður, og eiginhandaráritun sem hún veitt aðdáendum sínum, í nýjustu dagbókarfærslu sinni sem hún birti á Facebook.
„Ég heyrði viðtal á Rás 2 við hann Svala félaga minn þar sem hann lýsti veðrinu síðasta mánuðinn á Tenerife. Ég fagnaði þessu viðtali því loksins kom einhver sem tjáði sig um fimbulkuldann á Tenerife rétt eins og ég hefi margsinnis gert og enginn hefur lagt trúnað á orð mín og talið orð mín um kuldann á Tenerife vera vesældóm kuldaskræfunnar.“
Anna segir einnig frá Íslendingum sem báðu hana um að árita ævisögu hennar á bar sem hún var stadd á en hún notaði tækifærið og sýndi barþjóninum bókina. Segist hún nú vera talin frægur rithöfundur á Tenerife. Vinur hennar leiðrétti reyndar þá lygi en hún segist sitja upp með hana en með bros á vör.
„Þetta kuldatal Svala var eins og talað frá mínu hjarta. Síðasti mánuður hefur verið kaldur og enn sér ekki fyrir endann á hretinu. Í gærkvöldi hittumst ég og Pétur á Babylon og vorum að sjálfsögðu kappklædd enda kalt undandyra. Við lifðum þetta af, en svo komu Tryggvi og Guðrún og höfðu meðferðis ævisögu mína sem þau óskuðu áritunar. Að sjálfsögðu varð ég við beiðni þeirra, montaði mig aðeins í leiðinni og sýndi barþjónunum bókina og nú halda þau að ég sé frægur rithöfundur. Pétri tókst reyndar að leiðrétta verstu lýgina og fyrir bragðið er ég aðeins fræg sem bloggari, en samt með ævisögu í farteskinu.
Ég sit uppi með lýgina með bros á vör.“
Komment