1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

7
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

8
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

9
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

10
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Til baka

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

„Ónefndur bryti sagði mér einhverju sinni að hans hlutverk um borð væri ekki að fita áhöfnina heldur að halda í henni lífinu.“

Playa del Duque, Tenerife
Playa del Duque, TenerifeMyndin tengist ekki fréttinni beint en Anna býr á Tenerife.
Mynd: Cristian M Balate/Shutterstock

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri og húmoristi deildi í morgun skemmtilegri færslu á Facebook þar sem hún talaði um matarfíkn.

„Af hverju get ég aldrei gerst matarfíkill?“ spyr Anna og viðurkennir þó að hún sé ekki alveg laus við matarþrá. Hún segir þó að þegar henni sé boðið út að borða afþakki hún gjarnan, matur sé einfaldlega næring í hennar augum.

Anna segist helst kunna að meta gamaldags íslenskan heimilismat eins og hann var eldaður um miðja síðustu öld, en lítið annað. „Og það þýðir ekkert að bjóða mér upp á einhverja tilbreytingu í mataræði umfram nautalundina með bernaisesósu og papas canarias eða bakaðar kartöflur,“ skrifaði Anna.

Í færslunni rifjar hún einnig upp bernskuminningar þegar ógerilsneydd mjólk olli henni miklum óþægindum og varð til þess að hún hætti snemma að borða grauta. „Það var kannski versta minning mín sem barn í Mosfellsdalnum,“ skrifar hún en hún dvaldi á barnaheimilinu að Reykjahlíð sem barn.

Frá þeim tíma segist Anna hafa verið „matvönd með afbrigðum“, og tekur mat í dag fyrst og fremst sem eldsneyti fyrir lífið, ekki sem lystisemd.

Þó Anna þiggi venjulega ekki boð um að borða úti með fólki, gerði hún það þó í gærkvöldi, þegar vinkonur hennar sem staddar eru á Tenerife buðu henni. Í hennar augum kom bara einn réttur til greina.

„Rikka og Begga sem eru staddar hér á eyjunni voru sífellt suðandi í mér að koma með út að borða og loksins samþykkti ég það í gærkvöldi og kínverski veitingastaðurinn The Treasure varð fyrir valinu. Starfsfólkið vissi alveg upp á hár hvað ég vildi, Donald duck í Trumpsósu (nr 74 á matseðli) enda óþarfi að prófa aðrar tegundir á meðan Donald var í boði og hann er saðsamur og bragðgóður.“

Anna sagði að kvöldið hefði tekist ljómandi vel og minnist síðan á orð ónefnds bryta frá vélstjóraárum hennar:

„Ónefndur bryti sagði mér einhverju sinni að hans hlutverk um borð væri ekki að fita áhöfnina heldur að halda í henni lífinu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök
Heimur

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu
Myndband
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Ekki leiðum að líkjast
Glæsilegt Sigvaldahús til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

Loka auglýsingu