
Mynd: Shutterstock
Atli Dagbjartsson, fyrrverandi yfirlæknir vökudeildar Landspítalans, er látinn. Hann var 85 ára gamall en Morgunblaðið greindi frá andláti hans.
Atli fæddist árið 1940 í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1961 og Cand.med.-prófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1968.
Eftir að hafa starfað á Íslandi um tíma hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann sérmenntaði sig í barnalækningum og nýburalækningum. Hann hóf störf við Barnaspítala Hringsins árið 1976 og varð yfirlæknir vökudeildar nýburalækninga deildarinnar árið 1996. Meðfram störfum sínum sem læknir sinnti hann kennslu við Læknadeild Háskólans og vann að rannsóknum.
Atli lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment