
Sú staðreynd að dýrt sé að lifa á Íslandi er þekkt stef í íslensku samfélagi og á við nú sem áður. Í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi, sem telur yfir 34. þúsund manns, bendir Guðrún nokkur á háa upphæð sem hún var rukkuð um í Bónus um helgina, fyrir vörur sem rétt nær að fylla einn poka.
„Mér finnst þetta vera rosalega dýrt keypti þetta í Bónus áðan og kostaði 11.008 kr.,“ skrifar Guðrún og birtir ljósmynd af þeim vörum sem hún keypti og má sjá hér fyrir neðan:

Færslan vakti mjög mikla athygli en þegar fréttin er rituð hafa 271 manns brugðist við henni með tjákni. Þá hafa 114 athugasemdir verið skrifaðar við hana.
Athugasemdirnar eru flestar ef ekki allar eru frá fólki sem hneikslast á okrinu og segjast sumt þeirra ætla að haga verslunarferðum sínum öðruvísi framvegis.
Anna nokkur birti ljósmynd af varningi sem hún hafði keypt í Danmörku fyrir svipaða upphæð en þar má sjá að vörurnar eru mun fleiri en þær sem Guðrún borgaði 11. þúsund krónur fyrir á Ísland en þar má meðal annars sjá rauðvínsbelju og 18 bjóra innan um matvörurnar.

„Þetta kostaði 11.600kr en þetta er í Danmörku,“ skrifaði Anna við myndina en Þórður nokkur telur að sömu vörur hefðu kostað mun meira á Íslandi: „Þetta væri ekki undir 25.000 kr. á Íslandi.“
Enn einn skrifar athugasemd sem hann undirstrikar það sem margir Íslendingar hugsa: „Íslenska okrið og fákeppnin í allri sinni dýrð.“
Komment