1
Pólitík

Segir Guðrúnu vilja reka Hildi Sverrisdóttur sem þingsflokksformann

2
Peningar

Hneykslast á verðmun á Íslandi og Danmörku

3
Heimur

Karlmaður lést eftir sýruárás

4
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

5
Innlent

Þórdís yfirgefur Sýn

6
Fólk

Stórleikarinn Pedro Pascal á Íslandi

7
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

8
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar

9
Heimur

Lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á stórtónleikum Lady Gaga

10
Peningar

Thelma Lind og Óskar fengu fyrsta barnaboxið frá Bónus

Til baka

Hneykslast á verðmun á Íslandi og Danmörku

„Íslenska okrið og fákeppnin í allri sinni dýrð.“

495020607_10159839468983039_9082565045557828744_n
Dönsk innkaupAllt þetta fyrir 11.500 krónur.
Mynd: Facebook

Sú staðreynd að dýrt sé að lifa á Íslandi er þekkt stef í íslensku samfélagi og á við nú sem áður. Í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi, sem telur yfir 34. þúsund manns, bendir Guðrún nokkur á háa upphæð sem hún var rukkuð um í Bónus um helgina, fyrir vörur sem rétt nær að fylla einn poka.

„Mér finnst þetta vera rosalega dýrt keypti þetta í Bónus áðan og kostaði 11.008 kr.,“ skrifar Guðrún og birtir ljósmynd af þeim vörum sem hún keypti og má sjá hér fyrir neðan:

495592391_720922270268809_7157223091656142190_n
VarningurinnÞessar fáu vörur kostuðu Guðrúnu 11. þúsund krónur.
Mynd: Facebook

Færslan vakti mjög mikla athygli en þegar fréttin er rituð hafa 271 manns brugðist við henni með tjákni. Þá hafa 114 athugasemdir verið skrifaðar við hana.

Athugasemdirnar eru flestar ef ekki allar eru frá fólki sem hneikslast á okrinu og segjast sumt þeirra ætla að haga verslunarferðum sínum öðruvísi framvegis.

Anna nokkur birti ljósmynd af varningi sem hún hafði keypt í Danmörku fyrir svipaða upphæð en þar má sjá að vörurnar eru mun fleiri en þær sem Guðrún borgaði 11. þúsund krónur fyrir á Ísland en þar má meðal annars sjá rauðvínsbelju og 18 bjóra innan um matvörurnar.

495020607_10159839468983039_9082565045557828744_n
Danski varningurinnMun meira fæst fyrir peninginn í Danmörku.
Mynd: Facebook

„Þetta kostaði 11.600kr en þetta er í Danmörku,“ skrifaði Anna við myndina en Þórður nokkur telur að sömu vörur hefðu kostað mun meira á Íslandi: „Þetta væri ekki undir 25.000 kr. á Íslandi.“

Enn einn skrifar athugasemd sem hann undirstrikar það sem margir Íslendingar hugsa: „Íslenska okrið og fákeppnin í allri sinni dýrð.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20250505__44J22U8__v4__HighRes__TopshotBritainRoyalsWwiiHistoryAnniversary
Heimur

Bretland hefur fjögurra daga hátíðahöld til að minnast 80 ára frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Grikkland hlaupahjól
Heimur

Borgarstjóri Aþenu segir rafhlaupahjól vera til ama

Shirley Manson
Heimur

Söngkona Garbage kallar þjóðarmorð Ísraela „viðbjóðslegasta glæp aldarinnar“

Thelma Lind tekur við boxi
Peningar

Thelma Lind og Óskar fengu fyrsta barnaboxið frá Bónus

Capture
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

Viðbjóður
Myndband
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu