1
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

2
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

3
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

4
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

5
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

6
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

7
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

8
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

9
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

10
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

Til baka

Biggi ekki lengur lögga

Hefur horfið til nýrra starfa eftir 20 ár á sama stað

Birgir Örn Guðjónsson
Birgir Örn er hættur í lögreglunniStarfaði þar í 20 ár og var mjög áberandi á samfélagsmiðlum
Mynd: Facebook

Birgir Örn Guðjónsson, oftast þekktur sem Biggi lögga, hefur tilkynnt á samfélagsmiðlinum Facebook að hann sé hættur í lögreglunni en hann hefur verið reglulega í fjölmiðlum undanfarin ár starfsins vegna.

Í færslunni segir Birgir að ákvörðun að fara í lögregluskólann hafi verið skyndiákvörðun. Það hafi ekki verið hans draumur og í raun úr hans „karakter“ að vinna slíka vinnu.

„Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð.“

Hann hafi starfað sem lögreglumaður í 20 ára og nú sé komið gott og hann hafi fengið vinnu utan lögreglunnar.

„Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu.“

Hann viðurkennir í færslunni að það sé skrýtið að skipta um starf eftir allan þann tíma sem hann hefur lagt í lögregluna og þá sérstaklega í ljósi þess að viðurnefni hans sé svo tengt starfinu. Hann segist þó virkilega spenntur fyrir nýja vinnustaðnum án þess þó að segja í hverju það felst.

„Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

„Þeir viðurkenna ekki ennþá að þeir séu fasistar, en það að kalla and-fasisma sinn höfuðóvin er nú eiginlega næsti bær við“
Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir
Innlent

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd
Heimur

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu
Innlent

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu

Morðcastssystur styrkja börn í Palestínu
Landið

Morðcastssystur styrkja börn í Palestínu

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí
Heimur

Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“
Heimur

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Sigurður Hallgrímsson teiknaði þetta glæsilega hús sem læknirinn er að selja
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu