
Birna Óladóttir húsmóðir andaðist þriðjudaginn 23. september síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Hún var 84 ára að aldri, líkt og segir á mbl.is.
Birna fæddist í Grímsey 12. júlí 1941 og eftir barnaskóla í Grímsey stundaði hún nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu; lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Birna hafði hug á fara í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni: Fór á vertíð til Grindavíkur 17 ára gömul; þar er systir hennar bjó til að afla fjár fyrir skólavistinni. Þá kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Dagbjarti Einarssyni, og stofnuðu þau heimili í Grindavík.
Birna og Dagbjartur stofnuðu útgerðarfélagið Fiskanes hf. árið 1965; ásamt fleiri hjónum og fyrirtækið varð síðar afar umsvifamikið í útgerð og fiskvinnslu í Grindavík.
Birna gekk í Kvenfélag Grindavíkur árið 1959 og sat síðar í stjórn félagsins í 17 ár - þar af níu sem formaður og árið 2013 var hún gerð að heiðursfélaga kvenfélagsins.
Fjölmiðlamaðurinn Jónas Jónasson skráði sögu Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, er gefin var út árið 2009, en Dagbjartur lést árið 2017.
Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Útför Birnu fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. október klukkan 15.
Komment