
Björgvin Franz Gíslason er allur að koma til eftir að hafa mölbrotið á sér úlnliðinn á dögunum þegar hann datt af hlaupahjólinu sínu.
Leikarinn ástkæri skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann birtir röntgen myndir af úlnlið sínum og segist vera orðinn eins og Tortímandinn (e. Terminator).
Björgvin Franz skrifaði:
„Ég er forréttinda pési sem á góða að. Úlnliðurinn er svo vel skrúfaður saman að ég lít út eins og Terminator. Ég dýrka heilbrigðisstarfsfólkið okkar.“

Mannlíf spurði Björgvin Franz út í bataferlið en hann sagði allt ganga betur.
„Jú, þetta gengur alltaf betur og betur, fer í sjúkraþjálfun og vonandi get ég farið að byrja aftur í ketilbjöllunum sem fyrst.“
Björgvin Franz sendi Mannlífi einnig ljósmynd af úlnliðnum sem hann hafði ekki birt á Facebook, þar sem hún væri ekki fyrir viðkvæma. Hér má sjá hana.

Komment