
Borgarstjórinn í Aþenu hét í dag að setja reglur um leigu rafhlaupahjóla og sagði notkun þeirra hafa orðið að „hræðilegum ama“ í grísku höfuðborginni.
„Við erum staðráðin í að setja reglur,“ sagði Haris Doukas borgarstjóri í yfirlýsingu eftir fund með framkvæmdastjórum fjögurra fyrirtækja sem bjóða upp á rafhlaupahjólaleigu í miðborginni.
Yfirvöld hyggjast koma upp um það bil 70 skyldubundnum stöðum til að leggja rafhlaupahjólunum og munu banna notkun þeirra með öllu á ákveðnum svæðum. Doukas sagði að hann vildi að nýja kerfið „byrjaði strax“ í samvinnu við rekstraraðila í miðborginni, þar sem um 640.000 manns búa, án þess þó að gefa upp tímaramma.
Yfirvöld segja að umferðarlagabrotum af hálfu notenda þeirra meira en 4.000 rafhlaupahjóla sem Hoppy, Hop, Lime og RideMovi bjóða í miðborg Aþenu, hafi fjölgað.
Í apríl voru skráð 197 brot samanborið við 88 í mars, samkvæmt lögreglu Aþenu.
Komment