1
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

2
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

3
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

4
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

5
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

6
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

7
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

8
Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla

9
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

10
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Til baka

Breytti nafni sínu í Silfurregn

Móðir háns hjálpaði við nafnaleitina

Silfurregn
Silfurregn er nemandi við MHByrjaði að nota nafnið í skólanum fyrir tveimur árum
Mynd: Víkingur

Silfurregn Elri Borgarsbur fékk nafn sitt samþykkt af mannanafnanefnd í ágúst en Silfurregn og Elri voru ekki skráð hjá nefndinni fyrir þann tíma. Hán hefur notast við nafnið undanfarin tvö ár áður en það fékkst samþykkt.

Mannlíf heyrði í Silfurregni til að spyrja út í nýja nafnið.

„Það er nafnahefð í fjölskyldunni, mömmu megin, þar sem flestir eru með fyrsta nafn sem er samsett orð og svo annað lítið nafn með og mig langaði að fara eftir þeirri hefð og mig langaði ekki að heita eitthvað sem allt kynsegin fólk á Íslandi heitir,“ sagði Silfurregn um nafnavalið.

„Það er ekki mikið úrval af hvorugkynsnöfnum á íslensku þannig að ég skil að kynsegin fólk sé að taka upp nöfn eins og Alex og Kai. Þegar ég byrjaði að vilja breyta nafninu mínu þá talaði ég við mömmu um það og hún gerði Facebook þráð og bað hugmyndir af kynhlutlausum nöfnum á íslensku sem tengjast náttúrunni. Sá þráður fékk fleiri en 150 svör með uppástungum. Það var mjög gaman að lesa þetta,“ en þráðurinn var búinn til fyrir um það bil tveimur árum.

Mamma Silfurregns hjálpaði svo við að setja saman lista af líklegum nöfnum út frá uppástungunum og segist hán standa í þakkarskuld við móður sína fyrir það. „Fólk er alveg að segja að þetta sé skrýtið nafn en það er samt að fara eftir íslenskum hefðum. Ég þurfi að búa mér til nýtt nafn af því að ég var ekki með gott úrval,“ en nafnið Silfur var eitt þeirra sem var á listanum

Silfurregn
Vildi nafn sem væri samsett orðFylgir nafnahefð móðurfjölskyldu
Mynd: Víkingur

„Ég var mikið að hugsa um nafnið Regn þegar ég byrjaði í MH af því að það var eina sem ég vissi af sem var íslenskt og samþykkt af mannanafnanefnd. En svo kynntist ég æðislegri manneskju sem heitir Regn í MH en fannst að ég mætti ekki stela nafninu en mig langaði samt að hafa það með,“ sagði Silfurregn

„Ég byrjaði að nota nafnið bara í skólanum og mér fannst það festast strax. Ég var alveg hrætt að ég myndi velja eitthvað vitlaust, sem myndi ekki festast, og þá þyrfti ég að velja eitthvað annað.“

Silfurregn
Stefnir á útskrift næstu jólSegir skólann vera æði
Mynd: Víkingur

Silfurregn segir að það verið smá krefjandi að notast við nafnið í byrjun en fólk og skólakerfið hafi tekið vel í breytinguna.

„Það var alveg vesen í byrjun. Þegar ég fékk nýjan kennara þá þurfti ég að biðja þá um að segja nýja nafnið en ekki það sem stóð á blaðinu. Ég reyndar fékk að breyta nafninu inn á INNU áður en ég fékk það samþykkt af mannanafnanefnd þannig að hópalistarnir í skólanum voru með rétta nafninu mínu. MH er æði þegar kemur að þessu,“ sagði MH-ingurinn með gleði í hjarta en var óviss um að nafnið yrði samþykkt yfirhöfuð. En annað kom á daginn.

Silfurregn þarf að endurnýja öll skilríki með nýja nafninu en hán fer fljótlega til útlanda og ætlar því að gera það í leiðinni.

Varðandi önnur nöfn sem komu til greina þá segir hán að nafnið Haust hafi sennilega verið í öðru sæti.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Landsbankinn mokar inn peningum
Peningar

Landsbankinn mokar inn peningum

„Það er mikilvægt að betra jafnvægi náist í efnahagslífinu“
Laugardalsmaður dæmdur fyrir hylmingu
Innlent

Laugardalsmaður dæmdur fyrir hylmingu

Sorrý ég hélt að þetta væri skólablýantur
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Sorrý ég hélt að þetta væri skólablýantur

Ákærður fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum
Innlent

Ákærður fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista
Myndir
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla
Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista
Myndir
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu