
Britney SpearsPoppprinsessan virðist sátt.
Poppprinsessan Britney Spears naut sín í botn á ónefndri strönd og auðvitað fylgdi ljósmyndari með henni.
Britneys Spears birti í fyrradag nokkrar Instagram-færslur þar sem sjá má hana spóka sig um á ónefndri strönd, ýmist klædd í grænt bikini eða í nákvæmlega engu.
Á einni myndinni er Spears kviknakin og skrifar við hana „Nakin á ströndinni í allan dag“.

Britney SpearsSpears spókaði sig á ströndinni.
Mynd: Instagram-skjáskot
Britney hefur verið ein stærsta poppstjarna heims frá því að hún sló í gegn sem unglingur með plötuna ...Baby One More Time en síðast gaf hún út plötu árið 2016 en það var platan Glory. Lítið hefur þó borið á henni undanfarin ár. Á ferlinum hefur hún hlotið fjöldi verðlauna fyrir tónlist, meðal annars Grammy-verðlaun og Billboard Music-verðlaun.
Komment