
Bubbi Morthens leggur línurnar fyrir góðan dag í nýrri Facebook-færslu.
Söngvaskáldið Bubbi Morthens er greinilega einn af þeim sem lifir í núinu en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann lýsir hvernig hann ætlar sér að lifa deginum í dag.
„Vakna og segja í dag er eini dagur lífs míns ætla lifa hann meðvitaður og taka ábyrð á lífi mínu ég reini að hafa reglur til fara eftir að hreifa sig mikið borða eitthvað sem gerir heilsunni gott ekki að ergja sig yfir hlutum sem skipta í raun öngu máli reina vera almennilegur við fólk brosa mikið vera heiðarlegur skapa eithvað á hverjum degi elska sjálfan sig og fólkið sitt og vini lesa mikið alvöru bækur sem þarf blaðsíðum að fletta hlusta á tónlist og gera ekkert á meðan hvíla sig frá símanum í það minsta eftir kl 18.00 hringa dalega í fólk sem skiftir mann máli þarf ekki vera langt spjall göngutúr með hundinn daglega eftir líkamsrækt hlusta á hljóðbók þá.“
Og Bubbi er ekki búinn. Hann segir mikilvægt að vera kurteis og jákvæður.
„Vera kurteis segja oftar já en nei innan veggja heimilsins tekst mér þetta dag hvern oftast já en þegar það gerist að svo sé ekki er ég tilbúin þegar og ef eg fæ annan dag.“
Færsla Bubba vakti lukku hjá Facebook-vinum hans en á níunda tug manna hafa líkað við hana og nokkrir skrifað athugasemdir. Ein þeirra er leikkonan María Erlingsen sem sendir goðsögninni appelsínugult hjarta.
Komment