
Bubbi Morthens er svalari en flestir, um það er meginþorri Íslendinga sammála. Í nýjust Facebook-færslu sinni, sýnir söngvaskáldið töffaraskap sinn í nýjum hæðum en hann birtir þar ljósmynd af sér í gallabuxum sem hann keypti í kvennadeild fataverslunar. Sýndi hann þar með að það skiptir í raun engu máli hverju fólk klæðist, passi það við viðkomandi, skiptir engu máli úr hvaða fatadeild klæðnaðurinn kemur.
„Stundum sé flott föt kvennadeild búða þar sem ég versla þessar buxur fannst mér æði.“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa en 138 höfðu líkað við myndina og þó nokkrir skrifuðu athugasemd. Skemmtilegustu athugasemdirnar komu frá ljósmyndara Heimildarinnar, Golla, en hann samdi litla vísu, sem Bubbi svaraði að bragði.
Vísa Golla hljóðaði svona:
Nú hinkrum við öll og hugsum:
Er heimurinn betri staður
ef kóngur í kvenmannsbuxum
klæðir sig eins og maður?
Bubbi svaraði:
Að sönnu ég sögu kann
Sjálfið er karl og kona
finna sinn mjúka mann
Maður þess ég vona
En Golli var ekki búinn en hann birti aðra vísu:
Að fara í kvennbuxur þú þorðir
en þarft ekki rakstur og hársíkkun.
Ef buxurnar tölum um berorðir
er Bubbi með 10 í útvíkkun.
Og söngvaskáldið síunga svaraði aftur:
Í víðum skálmum skálma ég
Skrattinn er á eftir mér
Tískan er alltaf lygileg
Í útvíðum buxum ég er hér
Fyrir forvitna má geta þess að Bubbi fann buxurnar í Boss-versluninni í Kringlunni.
Komment