
Uppistandarinn Bylgja Babýlons er afar ósátt við vinnubrögð heilbrigðiskerfisins eftir að hún greindist með leghálskrabbamein árið 2021. Sýni hafði verið tekið úr Bylgju árið 2018 og var niðurstaðan sú að hún væri ekki með krabbamein. Hún telur mögulegt að hún hafi fengið ranga greiningu.
Bylgja opnar sig um baráttu sína í ítarlegu viðtali við Heimildina.
Stuttu áður en krabbameinsmeðferð hennar hófst árið 2021 ákvað Bylgja að ráða lögfræðing til að skoða sín mál. „Ég byrjaði á að kynna mér hvernig væri hægt að fá landlæknisembættið til að kíkja á þetta og þá heyri ég úr öllum áttum að ég ætti alls ekki að tala við landlæknisembættið nema vera með lögfræðing með mér. Ég fékk þá lögfræðing til að kíkja á þetta. Hún fór yfir málið, sagði að það myndi taka mörg ár að fá niðurstöðu frá landlækni og oftast komi lítið út úr því peningalega,“ segir Bylgja við Heimldina.
„Ég vildi bara vita sannleikann og ef ég var komin með krabbamein 2018, vildi ég fá viðurkenningu á því. Ég vil bara vita hvort það liggi einhvers staðar sýni úr mér á Íslandi frá árinu 2018 merkt „hreint“ þegar það er í raun og veru krabbamein í því.“
Komment