1
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

2
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

3
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

4
Innlent

Aðskotahlutur fannst í ORA dós

5
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

6
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

7
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

8
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

9
Innlent

Játaði kannabisræktun á Selfossi

10
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

Til baka

Daniel Cornic er látinn

||

Daniel Cornic, mikill Íslandsvinur, er látinn í Frakklandi, 72 ára að aldri.

Daniel fæddist í Bretagne 17. mars 1953. Eftir skólagöngu og herþjónustu stofnaði hann, ásamt eiginkonu sinni Brigitte, fyrirtækið Cornic SAS, síðar Cornic – Novamer SAS, sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu sjávarafurða.

Fljótlega hófst samstarf við Iceland Seafood og SH um innflutning á frystum sjávarafurðum, auk þess sem fyrirtækið varð umboðsaðili SÍF Union í Frakklandi fyrir saltaðar fiskafurðir. Á 9. og 10. áratug síðustu aldar urðu þessi viðskipti mjög umfangsmikil, og var Cornic-fyrirtækið eitt stærsta viðskiptafyrirtæki Frakka í innflutningi á íslenskum sjávarafurðum. Undanfarin ár hafa viðskiptin einkum verið við Brim, Samherja, Þormóð ramma (nú Ísfélagið), GRUN Grundarfirði og Leo Seafood í Vestmannaeyjum.

Fyrir um 15 árum keypti félag á vegum Daniels hlut í Ísfangi hf. á Ísafirði og, með milligöngu þess félags, var fjárfest í nokkrum fasteignum á Ísafirði. Daniel seldi sinn hlut í fasteignunum fyrir um fimm árum. Á síðasta ári fjárfesti hann í Laxey hf. í Vestmannaeyjum, sem stunda landeldi á laxi.

Daniel heimsótti Ísland reglulega til að styrkja viðskiptasambönd og ferðast um landið. Í gegnum árin skapaði hann traust og vináttu við fjölmarga aðila í sjávarútvegi og varð mikilvægur tengiliður milli Íslands og Frakklands.

Ferðir hans til Íslands voru þó ekki einungis í viðskiptaskyni. Frá 9. áratug síðustu aldar kom hann nánast árlega í tæp 40 ár til laxveiða, aðallega í Norðurá og Víðidalsá, auk fleiri áa. Í Reykjavík gisti hann jafnan á Hótel Holti.

Viðskipti og tengsl Daniels Cornic við Ísland spanna rúm 40 ár. Hann hafði sterka tengingu við land og þjóð og lagði sitt af mörkum til að efla orðstír íslenskra sjávarafurða í Frakklandi.

Jarðarför hans fer fram í Fécamp í Normandí 25. nóvember næstkomandi.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti
Myndband
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

Nicole Staples virðist berja unglingsson sinn um tuttugu sinnum með belti í myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlunum.
Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

Selja Kjartanshús á Arnarnesi
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife
Heimur

Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife

Rúmenskir karlmenn handteknir
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu
Menning

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu

Margrét Löf neitaði að svara spurningum
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld
Innlent

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum
Innlent

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum

Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

Harpa Elín Haraldsdóttir látin
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

Loka auglýsingu