
Walt Disney fyrirtækið kynnti fyrr í dag áform um nýjan skemmtigarð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skemmtigarðurinn mun vera við sjóinn og mun vera staðsettur á Yas-eyju í Abú Dabí og verður byggður í samvinnu við fyrirtækið Miral og bætti Disney við að það vonaðist til að laða að ferðamenn frá „Miðausturlöndum og Afríku, Indlandi, Asíu, Evrópu og víðar.“
Tilkynning Disney kemur í aðdraganda heimsóknar Donald Trump Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næstu viku.
Skemmtigarður Disney í Abu Dhabi verður sá sjöundi frá því Disneyland opnaði í Anaheim í Kaliforníu árið 1955. Aðrir skemmtigarðar fyrirtækisins eru í Flórída, Tókýó, París, Hong Kong og Shanghai. Nýi garðurinn mun sameina „táknrænar sögur, persónur og aðdráttarafl Disney við líflega menningu Abú Dabí, glæsilegar strandlengjur og stórbrotna byggingarlist,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu.
Afþreyingarrisinn, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, greindi einnig frá mikilli aukningu í tekjum.
Fyrirtækið sagði að heildartekjur hefðu aukist um sjö prósent í 23,6 milljarða bandaríkjadala á tímabilinu janúar til mars. Áskrifendur að streymisveitunni Disney+ eru nú 126 milljónir, en 1,4 milljónir nýrra áskrifenda bættust við á síðasta fjórðungi
Aukningin í áskrifendum kom á óvart þar sem greinendur höfðu almennt búist við samdrætti. Þá greindi fyrirtækið einnig frá að aðrar tekjur hefðu aukist.
Komment