1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Minning

Tómas Búi Böðvarsson er látinn

3
Innlent

Ókunnugur maður elti Freyju um miðbæinn

4
Heimur

Slagsmál brutust út á vinsælli strönd á Tenerife

5
Innlent

Helga Vala leiðréttir frétt RÚV

6
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

7
Pólitík

Uppreisn gerir Viðreisn erfitt fyrir

8
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

9
Heimur

TikTok-stjarnan látin, aðeins 19 ára að aldri

10
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

Til baka

Drake í íslenskum fötum

Fatahönnuðurinn Bergur Guðnason sendi pakka til tónlistarmannsins Drake með nokkrum flíkum frá 66°Norður fyrir þremur árum.

Drake111
Drake.Drake líkar vel við föt frá Íslandi.
Mynd: Drake.

Bergur Guðnason sendi pakka með íslenskum klæðum til hins heimsfræga tónlistarmanns Drake, frá fyrirtækinu 66°Norður fyrir þremur árum.

„Svo liðu þrjú ár og ekkert gerðist. Svo allt í einu poppar hann upp í fyrradag í þessum random bol sem er búinn að vera í línunni okkar í 15 ár eða eitthvað. Mjög skemmtilegt, sko,“ sagði hann í þættinum Ísland vaknar.

Það vakti að vonum talsvert mikla athygli þegar einn þekktasti tónlistarmaður heims, Drake, sást og kom fram klæddur flíkum frá 66°Norður.

Bergur Guðnason fatahönnuður og einn af aðalhönnuðum hjá 66°Norður greindi frá því hvernig langermabolurinn Aðalvík og jakkinn Kría rötuðu til tónlistarmannsins Drake og hvaða áhrif slíkt gæti mögulega haft á ímynd sem og sýnileika vörumerkisins.

Drake birtist í Aðalvík-bolnum á tónleikum Central Cee í heimaborg sinni, Toronto í Kanada, og kom það Bergi mjög svo skemmtilega á óvart.

Bergur er spurður að því hvernig flík frá 66°Norður á litla Íslandi komst í hendur heimsfrægs tónlistarmanns á borð við Drake.

„Mikið af þessu kemur í gegnum persónulegt tengsl. Þetta er oft minna en fólk heldur, að tengjast þessu fólki. Það er oft í gegnum persónuleg tengsl sem maður er með sjálfur, að koma fötum á þetta lið.“

Klæðin sendi Bergur til Drake í gegnum fatahönnuð er hann kynntist í Frakklandi, en þar starfaði Bergur um tíma.

Sá hönnuður vann þá að verkefnum fyrir Drake, en lítið gerðist í langan tíma varðandi Drake og íslensku klæðin.

„Svo liðu þrjú ár og ekkert gerðist. Svo allt í einu poppar hann upp í fyrradag í þessum random bol sem er búinn að vera í línunni okkar í 15 ár eða eitthvað. Mjög skemmtilegt,“ sagði hann og bætti því við að slík athygli geti gert afar mikið fyrir fyrirtækið; einkum nú þegar það horfir út fyrir landsteinana.

Fleiri frægir einstaklingar hafa klæðst fötum frá merkinu síðustu misserin; má þar nefan bæði tónlistarfólk og knattspyrnumenn.

„Allt þetta hjálpar okkur rosa mikið í öllu markaðsefni þegar við erum að tala við bransafólk – þegar fótboltamenn og fólk eins og Drake fara í fötin okkar.“

Og Bergur segir að fjölmörg skemmtileg verkefni séu í vinnslu hjá 66°Norður.

„Við erum að vinna með tónlistarfólki og sjáum til hvort við getum gert meira með Drake.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Jóhann Helgi og Dimma
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

Sósíalistar
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

Vík í Mýrdal
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

blóðmerahald
Landið

Óttast annað blóðtökutímabil og kæra illa meðferð

Loka auglýsingu