1
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

2
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

3
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

4
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

5
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

6
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

7
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

8
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

9
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

10
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

Til baka

Drake í íslenskum fötum

Fatahönnuðurinn Bergur Guðnason sendi pakka til tónlistarmannsins Drake með nokkrum flíkum frá 66°Norður fyrir þremur árum.

Drake111
Drake.Drake líkar vel við föt frá Íslandi.
Mynd: Drake.

Bergur Guðnason sendi pakka með íslenskum klæðum til hins heimsfræga tónlistarmanns Drake, frá fyrirtækinu 66°Norður fyrir þremur árum.

„Svo liðu þrjú ár og ekkert gerðist. Svo allt í einu poppar hann upp í fyrradag í þessum random bol sem er búinn að vera í línunni okkar í 15 ár eða eitthvað. Mjög skemmtilegt, sko,“ sagði hann í þættinum Ísland vaknar.

Það vakti að vonum talsvert mikla athygli þegar einn þekktasti tónlistarmaður heims, Drake, sást og kom fram klæddur flíkum frá 66°Norður.

Bergur Guðnason fatahönnuður og einn af aðalhönnuðum hjá 66°Norður greindi frá því hvernig langermabolurinn Aðalvík og jakkinn Kría rötuðu til tónlistarmannsins Drake og hvaða áhrif slíkt gæti mögulega haft á ímynd sem og sýnileika vörumerkisins.

Drake birtist í Aðalvík-bolnum á tónleikum Central Cee í heimaborg sinni, Toronto í Kanada, og kom það Bergi mjög svo skemmtilega á óvart.

Bergur er spurður að því hvernig flík frá 66°Norður á litla Íslandi komst í hendur heimsfrægs tónlistarmanns á borð við Drake.

„Mikið af þessu kemur í gegnum persónulegt tengsl. Þetta er oft minna en fólk heldur, að tengjast þessu fólki. Það er oft í gegnum persónuleg tengsl sem maður er með sjálfur, að koma fötum á þetta lið.“

Klæðin sendi Bergur til Drake í gegnum fatahönnuð er hann kynntist í Frakklandi, en þar starfaði Bergur um tíma.

Sá hönnuður vann þá að verkefnum fyrir Drake, en lítið gerðist í langan tíma varðandi Drake og íslensku klæðin.

„Svo liðu þrjú ár og ekkert gerðist. Svo allt í einu poppar hann upp í fyrradag í þessum random bol sem er búinn að vera í línunni okkar í 15 ár eða eitthvað. Mjög skemmtilegt,“ sagði hann og bætti því við að slík athygli geti gert afar mikið fyrir fyrirtækið; einkum nú þegar það horfir út fyrir landsteinana.

Fleiri frægir einstaklingar hafa klæðst fötum frá merkinu síðustu misserin; má þar nefan bæði tónlistarfólk og knattspyrnumenn.

„Allt þetta hjálpar okkur rosa mikið í öllu markaðsefni þegar við erum að tala við bransafólk – þegar fótboltamenn og fólk eins og Drake fara í fötin okkar.“

Og Bergur segir að fjölmörg skemmtileg verkefni séu í vinnslu hjá 66°Norður.

„Við erum að vinna með tónlistarfólki og sjáum til hvort við getum gert meira með Drake.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Forstjórar og framkvæmdastjórar gera það gott fyrir norðan
Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“
Heimur

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Sigurður Hallgrímsson teiknaði þetta glæsilega hús sem læknirinn er að selja
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu