1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

3
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

4
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

5
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

6
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

7
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

8
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

9
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

10
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Til baka

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Lamaður íslenskur munnmálari kynnir nýtt verkefni

Brassi
BrassiBrassi að störfum
Mynd: Aðsend

Nýtt verkefni listamannsins Brands Bryndísarsonar Karlssonar, betur þekktur sem Brassi, hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Á Karolina Fund eru nú seldir sérhönnaðir bollar sem prýddir eru málverkum hans, sem hann málar með munninum. Markmið verkefnisins er einfalt en áhrifaríkt: að gera list Brassa aðgengilegri almenningi og skapa honum tækifæri til að halda áfram sem listamaður.

Brassi
BrassiBrassi er með eindæmum lífsglaður listamaður
Mynd: Aðsend

Margir kannast við Brand eftir að umfjöllun um hann birtist fyrir nokkrum árum, þar sem fjallað var um ferðalag hans í svifvæng í sérsmíðuðum flugstól með vini hans, Gísla Steinari Jóhannessyni. Þrátt fyrir að vera lamaður fyrir neðan háls hefur Brandur sýnt óvenjulegan þrekvilja og lífsgleði sem hefur haft djúp áhrif á þá sem kynnast honum.

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki. Listin er það sem gefur mér sjálfstæði, hún er vinnan mín og leiðin mín til að vera hluti af samfélaginu,“ segir Brandur. Hann segir að verkefnið á Karolina Fund sé sprottið af löngun til að geta haldið áfram að mála, skapa og þróa eigið frumkvöðlastarf. „Fólk sér oft fötlunina fyrst, en ég vil að fólk sjái listina líka. Bollarnir eru leið til að koma henni til fleiri og byggja upp starf þar sem ég get skapað áfram.“

Brassi
Brassi málarBrassi málar með munninum
Mynd: Aðsend

Gísli Steinar, vinur Brandurs og fylgismaður í ýmsum ævintýrum hans, segir að listsköpun Brassa sé bæði áhrifamikil og hvetjandi. „Það er eitthvað við það að sjá mann sem mætir svona áskorunum og ákveður samt að skapa fegurð á hverjum einasta degi. Þetta verkefni á skilið athygli og aðstoð,“ segir hann.

Bollarnir eru prýddir myndefni úr málverkum Brassa og flytja þannig list hans beint inn í daglegt líf notenda. Sölutekjur þeirra styrkja áfram listsköpun og frumkvöðlastarf hans.

Nánari upplýsingar um verkefnið og Brand má sjá hér: Karolina Fund – Brandur Bryndísarson

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Verkið er hluti af áframhaldandi viðleitni Reykjavíkur sem Bókmenntaborgar UNESCO til að gera bókmenntasöguna sýnilega í borgarrýminu.
Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

Snorri veður í blaðamann Vísis
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug
Innlent

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Verkið er hluti af áframhaldandi viðleitni Reykjavíkur sem Bókmenntaborgar UNESCO til að gera bókmenntasöguna sýnilega í borgarrýminu.
AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé
Menning

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Loka auglýsingu