Hjónin Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti og Jovana Schally hafa ákveðið að selja íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur.
„Hér höfum við búið síðustu 5 ár og hér er sko gott að vera. Við höfum lagt mikla ást í þessa íbúð en ný ævintýri taka við,“ skrifar Jovana um íbúðina á samfélagsmiðlum en hún er með þremur svefnherbergjum og er 105 fermetrar á stærð.
Hún er á jarðhæð og með sólpalli sem snýr til suðurs. Húsið hefur verið mikið endurnýjað að utan sem innan og verið er að klára framkvæmdir að utan á kostnað seljanda.
Hjónin vilja fá 97.900.000 krónur fyrir íbúðina.









Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment