
Veitingastaðir Mandi eru ennþá lokaðir en Mannlíf fjallaði um það 1. apríl að búið væri að lokum öllum þremur stöðunum sem starfræktir hafa verið undanfarin ár.
Forsvarsmaður Veitingafélagsins ehf. sagði í samtali við Mannlíf að um tímabundna lokun væri að ræða og veitingastaðurinn sé í söluferli en félagið á Mandi. Samkvæmt Facebook síðu Mandi hefur verið lokað síðan 26. mars.
Blaðamaður Mannlíf kíkti á veitingastað Mandi í miðbænum en ekki var sjá neinar mannaferðir þar og voru öll ljós slökkt.
Veitingafélagið ehf. keypti Mandi árið 2023 og tók yfir tvo staði í Reykjavík og einn í Kópavogi en fyrirtækið rekur meðal annars Hlöllabáta. Komu kaupin í kjölfar frétta þess efnis að Hlal Jarah, þáverandi eigandi Mandi, hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás.
Rekstur Veitingafélagsins gekk treglega á árinu 2023. Félagið tapaði 12 milljónum króna á því ári. Frá því að Mannlíf fjallaði upphaflega um málið hefur vefsíða Veitingafélagsins tekið miklum breytingum og búið er að fjarlægja allar upplýsingar um starfsemi fyrirtæksins.
Veitingafélagið ehf. er dótturfélag Fasteflis ehf. sem er í eigu Óla Vals Steindórssonar.
Komment