
Mynd: Shutterstock
Erna María Ragnarsdóttir er látin en hún var 84 ára gömul. Morgunblaðið greindi frá andláti hennar.
Hún fæddist árið 1941 í Þingholtunum í Reykjavík og ólst í borginni.
Hún lauk stúdentsprófi frá MR og flutti til Bretlands vegna náms í innanhússarkitektúr. Erna flutti aftur til Íslands árið 1968 og vann við ýmiss konar hönnun en hún stofnaði Teiknistofuna Garðastræti 17 á þeim tíma með fyrrum eiginmanni sínum. Hún hélt svo til Frakklands í frekara nám árið 1982 en snéri aftur til Íslands árið 1990. Erna flutti einnig til Svíþjóðar og Finnlands um tíma til að sinna námi og störfum.
Erna var um tíma varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat í framkvæmdanefnd um kvennafrí 24. október árið 1975.
Hún lætur eftir sig tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment