1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

7
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

8
Minning

Þórir Jensen er látinn

9
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Fjögurra ára palestínsk stúlka deyr úr vannæringu

Tugir skotnir við aðstoðarmiðstöðvar í Gaza

Razan Abu Zaher
Razan Abu ZaherHin fjögurra ára Razan dó úr hungri í dag
Mynd: Instagram-skjáskot

Fjögurra ára palestínsk stúlka, Razan Abu Zaher, lést úr fylgikvillum vannæringar og hungurs í Al-Aqsa Martyrs-sjúkrahúsinu í Gaza-borg, samkvæmt heimildum Al Jazeera. Á sama tíma staðfesti forstjóri al-Shifa-sjúkrahússins að tveir Palestínumenn hefðu látist úr hungri í gær, laugardag, þar á meðal 35 daga gamalt ungbarn.

Heilbrigðisráðuneyti Palestínu lýsir ástandinu sem fordæmalausu og segir neyðarmóttökur sjúkrahúsa um allt Gaza-svæðið yfirfullar af sveltandi fólki. Um 17.000 börn í Gaza þjást nú af alvarlegri vannæringu, samkvæmt ráðuneytinu.

Meðan á þessu stendur heldur ísraelski herinn áfram árásum sínum á Gaza-ströndina. Læknar á Gaza segja að að minnsta kosti 116 manns hafi verið drepnir síðan í dögun á laugardag, þar af 38 sem voru skotnir til bana þegar þeir reyndu að nálgast mat við aðstoðarmiðstöðvar á vegum bandarísku Gaza Humanitarian Foundation (GHF). Samkvæmt talsmanni varnarmálastofnunar Palestínu, Mahmud Bassal, urðu dauðsföllin við miðstöðvar suðvestan við Khan Yunis og norðvestan við Rafah, og hann segir ísraelskar hersveitir bera ábyrgð á skothríðinni.

Heilbrigðisráðuneytið á Gaza greinir frá því að nær 900 Palestínumenn hafi verið drepnir af ísraelska hernum og einkareknum öryggissveitum við slíkar GHF-miðstöðvar frá því í lok maí. Þá tóku þær við dreifingu hjálpar í stað um 400 dreifingarmiðstöðva sem áður voru reknar af Sameinuðu þjóðunum og ýmsum mannúðarsamtökum.

Sjónarvottar segja skotin hafa verið „ætluð til að drepa“. „Skyndilega sáum við herjeppa koma frá einni átt og skriðdreka frá annarri, og þeir hófu skothríð,“ segir Mohammed al-Khalidi við Al Jazeera. Annað vitni, Mohammed al-Barbary, missti frænda sinn í árásinni og kallar GHF-miðstöðvarnar „dauðagildrur“. „Frændi minn var saklaus. Hann vildi bara fá mat. Við viljum lifa eins og aðrir,“ segir hann.

Al Jazeera fréttaritari í Deir el-Balah, Hind Khoudary, lýsir aðstæðum þar sem fjölskyldur sem leita eftir mat enda á því að grafa látna ástvini sína í staðinn.

GHF neitar því að skotárásirnar í gær hafi átt sér stað við þeirra aðstoðarmiðstöðvar og segir að þær hafi átt sér stað „nokkrum kílómetrum í burtu“ og „klukkustundum áður en dreifing hófst“.

Ísraelski herinn hefur lýst því yfir að málið sé nú til skoðunar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

„Nú breiðum við út faðminn og sýnum hvað í okkur býr“
Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Yfirvöld á Gaza birta lista yfir það sem þarf að gerast í kjölfar vopnahlés.
Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum
Heimur

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó
Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó

Loka auglýsingu