
Hópur sem stendur fyrir fjölskyldum ísraelskra gísla á Gaza-strönd segir að þeim hafi verið greint frá af ónefndum ísraelskum embættismanni að vopnahléstillaga Hamas, sem nú liggur fyrir, verði ekki rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ráðherrar muni í staðinn einblína á áætlanir um að ná Gaza-borg á sitt vald.
„Í kvöld fengu Ísraelsmenn enn ein sönnun þess að ríkisstjórn Netanyahus kýs endalaust stríð fram yfir gíslana, í fullkominni andstöðu við vilja þjóðarinnar, jafnvel þó raunhæfur kostur sé til staðar til að koma gíslunum heim,“ segir í yfirlýsingu hópsins.
Auk vikulegra mótmæla í Tel Aviv og öðrum borgum, þar sem krafist er þess að stríðinu verði hætt, ætla fjölskyldurnar að efna til annarrar fjöldasamkomu á sunnudag. Þar munu þær „krefjast þess að ríkisstjórnin komi strax saman til að ræða þá tillögu sem liggur fyrir og samninginn um að skila öllum heim og binda endi á stríðið.“
Einav Zangauker, móðir gíslins Matan Zangauker, sagði í ávarpi á mótmælafundi fyrir utan aðalstöðvar ísraelska hersins í Tel Aviv að hún muni stefna Benjamin Netanyahu fyrir „fyrirfram skipulagt morð“ ef sonur hennar verði drepinn.
Komment