
Fallega innréttað hús í GarðabæÞarna er hægt að láta fara vel um sig.
Katrín Ýr Magnúsdóttir og Lárus Guðjón Lúðvígsson hafa ákveðið að selja hús sitt í Garðabæ en um er að ræða bjart og fallegt einbýlishús á einni hæð með bílskúr á eftirsóttum stað í efri Lundum.
Katrín Ýr hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu síðan í febrúar á þessu árin en hún kom þaðan frá JBT Marel.
Í dag skiptist eignin í stofu og borðstofu, eldhús, þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymslu. Þá fylgir bílskúr sem hefur verið innréttaður sem stúdíóíbúð. Samkvæmt upprunalegum teikningum var gert ráð fyrir fimm svefnherbergjum.
Katrín og Lárus vilja fá 165.000.000 krónur fyrir húsið.











Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment