
Björt og falleg stofa í LaugardalnumFáanleg fyrir minna en 65 milljónir
Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV og fyrrverandi ritstjóri Iceland Review, hefur tekið ákvörðun að selja íbúð sína í Laugardalnum.
Um er að ræða afar krúttlega og vel staðsett tveggja til þriggja herbergja íbúð á annarri hæð við Hraunteig 15 í göngufjarlægð við Laugardalinn. Eignin er skráð 64,1 fm. auk geymslu í sameign sem er 5,0 fm að stærð en ekki inni í birtri stærð.
Eignin skiptist í rúmgott hol, stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi auk sérgeymslu og sameiginlegra rýma í sameign og er þetta einstaklega björt og falleg íbúð með góðu skipulagi í litlu fjölbýlishúsi við Hraunteiginn.
Gréta vill fá 64.900.000 krónur fyrir íbúðina.








Komment