
Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á varðbergi - Eftirlit með verðlagi, furðaði sig á miklum verðmun á sinnepi á Íslandi, í nýrri færslu í hópnum.
Guðmunda nokkur birti ljósmynd af sinnepshillu í matvöruverslun á Íslandi. Þar sést mikill munur á verði á sinnepi, eftir því hvaðan þau eru. Íslensku sinnepin eru mun dýrari en þau erlendu.
„Getur einhver í þessum hópi útskýrt af hverju íslenskt sinnep er miklu dýrara en erlent?“ skrifar Guðmunda við ljósmyndina.
Og ekki stendur á svörum en hér má lesa nokkur þeirra:
Bjarni nokkur skellir skuldinni á græðgi: „Íslenskt er alltaf dýrara, þess vegna er heppilegra að versla erlendar vörur þangað til íslenska græðgin gefur eftir.“
Stefán nokkur bendir á annað dæmi um það sem er dýrara ef það er íslenskt: „Því miður er allt íslenskt alltaf miklu dýrara, sjá t.d. klakana frá noregi sem kosta minna en íslenskir klakar.“
Meðlimur hópsins, Þorlákur að nafni bendir á eitt sem margir eru sammála honum, að íslenska sinnepið sé í raun ekki alvöru sinnep. „Það er móðgun við alvöru sinnep að kalla þessa hveitisósu sinnep.“
Komment