
Gæða skonsur frá fyrirtækinuHefur haft gott orð á sér undanfarin ári.
Mynd: Gæðabakstur
Það var blússandi hagnaður hjá Gæðabakstri í fyrra en fyrirtækið skilaði 121 milljón króna hagnaði en árið þar á undan var aðeins betri en þá var 172 króna hagnaður hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt hjá Viðskiptablaðinu.
Í janúar á þessu ári var greint frá því að Ölgerðin hafi keypt félagið og að virði þeirra viðskipta væru 3,5 milljarðar króna. Þó á eftir að fá samþykki frá Samkeppniseftirlitinu. Félagið hefur verið í eign Visku hf., sem er í eigu danska félagsins Dragsbæk A/S, og eigu Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs.
Vilhjálmur verður áfram framkvæmdastjóri Gæðabaksturs innan Ölgerðarinnar fái kaupin samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment