
Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnamálafræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi skrifaði léttúðuga færslu á Facebook en færslur hans vekja oftar en ekki töluverða athygli enda kann hann að koma fyrir sig orðinu.
Í nýjustu færslu sinni segist hann feginn því að jöklar skuli minnka því þá myndist meira beitland fyrir búfénað landsins. Hann segir að allir þrír eftirlifendur Framsóknar ættu að fagna fréttum af hopi jöklanna og segir landnemana hafa verið sólbrúna og hressa í sólinni í denn.
„Mikið Guðslifandi er ég feginn að jöklar hopi og minnki. Þá myndast stærra beitiland fyrir búpening okkar. Bændur ættu að fagna þessari þróun. Og allir þessir þrír eftirlifandi Framsóknarmenn landsins. Þegar landnemar komu hingað fyrir sirka ellefu hundrað árum þá var kátt í sveitinni enda mun hlýrra hér og jöklar miklu minni. Og sveitungar sælir og sólbrúnir og sólarlandaferðir óþarfar. Og ekkert RÚV.“
Fjöldi manns skrifar athugasemd við færsluna og gantast í Glúmi. Einn þeirra bendir honum á að Bændablaðið sé nú að óska eftir blaðamanni, þeir séu „einmitt að leita að manni frjóa hugsun til framsóknar.“
Annar grínast með frekari afleiðingar hamfarahlýnunarinanr: „Svo, þegar hamfarahlýnunin nær hámarki kemur búpeningurinn fulleldaður til byggða á haustin. Það verður sparnaður að því.“
Kona nokkur spyr Glúm í athugasemdum hvort hann ætli að fara að búa en Glúmur svarar að bragði: „Já ég vil gerast bóndi í innsveitum með tvær rollur og eina kú þrjá hesta og geit. Og tíu konur. Það er draumurinn. Íslenski draumurinn.“

Komment