
Glúmur Baldvinsson furðar sig á Íslendingum í nýrri Facebook-færslu.
Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson skrifar spaugilega færslu sem slegið hefur í gegn á Facebook. Þar talar hann um furðulegheit Íslendinga og telur upp dæmi sem sýna fram á að þessi tegund manns sé furðuleg. Segir hann til dæmis alla vilja slá í gegn í útlöndum, gefa út metsölubók og finna sér ættarnafn, svona eins og mamma hans Bryndís Schram er með.
„Það er svo merkilegt með Íslendinga að þeir eru fáir en mjög skringileg tegund. Þá dreymir stóra drauma. Til dæmis er enginn maður með mönnum nema að hann slái í gegn útí hinum stóra heimi. Garðars Hólm heilkennið. Og annar hver maður þarf að gefa út metsölubók. Og helst finna sér ættarnafn. Og hinn almenna Íslending dreymir engann venjulegan draum. No Sir! Hann og hana dreymir um að vinna Júróvisjón því það er mesta fullnæging hins íslenska kyns. Eitthvað sem mun aldrei gerast. Bjartsýnin á sér engin takmörk.“
Í seinni hluta færslunnar talar Glúmur um bjartsýni Íslendinga gagnvart sumrinu, sem hann segir nauðsynlega. Að lokum sendir hann síðan furðulega sumarkveðju, í tilefni dagsins.
„Og svo er það þetta með sumarið. Við þraukum veturinn dimman og þungan og kaldan í von um sumar sem aldrei kemur. Og það grillaðasta af öllu og firrtasta er að halda að sumarið komi í apríl. En þessi bjartsýni er nauðsynleg til að lifa hér af. Og akkúrat þess vegna eigum við alla vega og þrátt fyrir allt eitt heimsmet. Engin þjóð hámar í sig fleiri þunglyndispillur per haus. Það met verður seint toppað.
Gleðilegt sumar and good fucking luck einsog President Tomason myndi orða það!“
Komment