
Aðgerðasinnar sem standa að Frelsisflotanum segja bát þeirra hafa verið vísvitandi skemmdan í þeirri viðleitni að hindra för hans til Gaza. Báturinn Handala, sem ætlað er að sigla með hjálpargögn til stríðshrjáðra Palestínumanna og brjóta þar með gegn hafnbanni Ísraels á Gaza, varð fyrir ítrekuðum árásum sem skipuleggjendur telja vera skemmdarverk.
Aðgerðarsinnarnir 19 sem eru um borð í Handala, með hjálpargögn fyrir hungraða og særða Gaza-búa, eru nú lagðist af stað í átt að Gaza en þeir lögðu af stað frá Ítalíu. Í síðasta mánuði var annar bátur á vegum Frelsisflotans stöðvaður og allir áhafnarmeðlimir handteknir ólöglega af ísraelska hernum og að lokum sendir heim. Til stóð að Handala færi fyrr af stað en þá kom í ljós tvær tilraunir til skemmdarverka.
Að sögn skipuleggjenda var taug vafinn utan um skrúfuna í því skyni að valda bilun, auk þess sem ætandi vökvi var settur í vatnstank bátsins í stað ferskvatns – sem gæti stefnt bæði skipi og áhöfn í hættu.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flotinn verður fyrir árásum,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Þar er vísað til fyrri atvika:
- 2010 – Mavi Marmara: Fjölmörg skip í flotanum urðu fyrir dularfullum bilunum áður en ísraelskar sérsveitir gerðu árás á Mavi Marmara, þar sem 10 óvopnaðir borgarar voru drepnir.
- 2011 – Freedom Flotilla II: Skipin Juliano og MV Saoirse urðu fyrir skemmdum fyrir brottför, og þá sökuðu skipuleggjendur Ísrael beint um verknaðinn.
- 2025 – Conscience: Lenti í drónaárásum á alþjóðlegu hafsvæði. Enn á ný voru grunsemdir bornar upp gegn Ísrael.
„Þetta er mynstur, kerfisbundin og úthugsuð tilraun til að stöðva friðsamlega borgara sem ætla að færa hjálp og samstöðu til hungraðs og innilokaðs fólks,“ segir í yfirlýsingunni.
Skipuleggjendur kalla árásirnar „hugleysi og örvæntingu“ en segja þær ekki muni brjóta þá niður:
„Þeir sem standa á bak við þetta geta tafið okkur, en þeir stöðva okkur ekki.
Við siglum til Gaza.
Við siglum fyrir réttlæti.
Frjáls Palestína.“
🚨 BREAKING: Handala Sabotaged in Gallipoli
— Robert Martin 🇵🇸 (@Robert_Martin72) July 20, 2025
The Freedom Flotilla has been sabotaged again.
This time, it’s Handala — our boat preparing to sail to Gaza to break Israel’s illegal siege.
A rope was deliberately wrapped around the propeller, and acidic fluid was delivered instead… pic.twitter.com/nzAEtD9Fwe
Komment