
Einn af þeim sem grunaðir eru um að hafa rænt Kim Kardashian í París árið 2015 er sagður hafa látist skyndilega rétt áður en mál hans átti að fara fyrir dóm.
Samkvæmt frétt Daily Mail lést Marceau Baum-Gertner þann 6. mars í París. Dánarorsök hans hafa ekki verið gefin upp.
Marceau var sakaður um að hafa starfað með hópi sem réðist inn í íbúð stjörnu þáttarins „Keeping Up with the Kardashians“ í París, miðað byssu að höfði hennar og rænt verðmætum árið 2016.
Hinn 72 ára gamli Marceau átti að mæta fyrir rétt á mánudag ásamt öðrum sem eru grunaðir um þátttöku í ráninu þar sem stolið var verðmætum fyrir 10 milljónum dala.
Kim Kardashian mun bera vitni í málinu gegn hópnum sem er sakaður um ránið. Hún mun mæta fyrir dóm í maí og lýsa atburðunum.
Kim hafði áður veitt dómara ítarlega frásögn af því sem gerðist nóttina örlagaríku, en nú fær hún tækifæri til að segja sögu sína fyrir kviðdómi.
Baum-Gertner neitaði að gefa upp nöfn annarra sem tóku þátt í ráninu við yfirheyrslur fyrir réttarhöldin. Samkvæmt frétt Daily Mail var möguleiki á að hann myndi upplýsa nöfn í von um mildari refsingu.
Komment