
Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu pylsa, er látin. Hún var 63 ára gömul en mbl.is greindi frá andláti hennar.
Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1962 og voru foreldrar hennar Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson.
Guðrún var lengi áberandi í íslenskum viðskiptum en hún átti og stýrði Bæjarins beztu pylsum sem afi hennar hafði stofnað árið 1937 og faðir Guðrúnar stýrði á undan henni. Guðrún var mikill stuðningsmaður KR og studdi fyrirtækið íþróttafélagið lengi og var Guðrún meðal annars formaður körfuboltadeildar KR og sat um tíma í stjórn KKÍ.
Guðrún lætur eftir sig son, tvö stjúpbörn og sambýlismann.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment