
Íþróttafjölmiðlamennirnir og samstarfsfélagarnir Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson hafa báðir stofnað fyrirtæki, þó ekki saman, en greint var frá því í Lögbirtingarblaðinu á sama tíma.
Kjartan hefur stofnað PKKK ehf. með Pálínu Gunnlaugsdóttur, eiginkonu sinni. „Þjálfun, kennsla og önnur þjónusta tengd íþróttum. Starfsemi eignarhaldsfélags. Kaup, sala eignarhald og útleiga fasteigna ásamt annarri lána og fjárfestingastarfsemi,“ segir um tilgang félagsins en þau hjónin voru á sínum tíma frábærir körfuboltamenn og spilaði Pálína lengi með íslenska landsliðinu.
Guðmundur stofnaði hins vegar fyrirtækið GAKKKK 1995 ehf. með Kristbjörgu Ingadóttur, sem er eiginkona hans. „Ráðgjöf, leiklist, íþróttastarfsemi. Kaup og sala á hlutabréfum, verðbréfum og rafmynt. Lánastarfsemi. Kaup og sala á fasteignum,“ segir um tilgang þess félags.
Komment