
Haley Joel Osment stendur nú frammi fyrir mögulegum ákærum vegna handtöku við skíðasvæði Mammoth Lakes í Kaliforníu samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs.
Leikarinn reyndi var handtekinn 8. apríl eftir að lögregla fékk tilkynningu um meint ölvaðan einstakling á Mammoth Mountain skíðasvæðinu. Skíðaverðir, sérfræðingar sem sjá um öryggi skíðafólks og brettafólks, voru með Osment þegar lögreglan mætti á svæðið, samkvæmt gögnum sem fjölmiðilinn TMZ hefur undir höndum.
Osment var handtekinn fyrir ölvun á almannafæri og vörslu á ólöglegu vímuefni sem lögregla sendi í rannsókn til að ákvarða nákvæmlega hvaða efni um ræðir. Haley var látinn laus skömmu eftir handtökuna og mun saksóknari í Mono-sýslu taka ákvörðun um málið
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barnastjarnan er handtekinn vegna áfengistengdra brota. Árið 2006 meiddist hann á öxl og rifbeinum eftir að hann ók á undir áhrifum áfengis. Hann hlaut þriggja ára skilorðsbundinn dóm, 60 tíma áfengisendurhæfingu, 6 mánaða fundarsókn hjá AA samtökunum og 1500 dollara sekt.
Komment