Svokallað Halldórshús hefur verið sett á sölu í Mosfellsbæ en húsið er hannað af Halldóri Gíslasyni arkitekt.
Við hönnun hússins lagði arkitektinn áherslu á að hið fagra útsýni og nánasta umhverfi nyti sín sem best. Kistufell í Esju er í raun frummynd í hönnun hússins. Húsið er steinsteypt úr sjónsteypu og var tekið tillit til sólargangs við hönnun og staðsetningu hússins á lóð.
Húsið er 255,2 m2 og skiptist í tvær eignir. Staðsetningin er afar góð á stórri lóð, rétt ofan við Álafosskvosina, með útsýni yfir Álafoss og með Varmárdalinn og Helgafell ásamt Lágafelli og Úlfarsfelli í suðvestur. Þarna eru fallegar gönguleiðir og önnur útivist í göngufæri.
Óskað er eftir tilboð í hönnunarhúsið glæsilega.







Komment